|
OKTÓBER
2003 - ný ljóđabók eftir Pjetur
Hafstein Lárusson
|
Út er komin ljóđabókin Austan mána en í henni eru ljóđaţýđingar eftir
Pjetur Hafstein Lárusson. Útgefandi er Bókaútgáfan
Salka. Í bókinni eru ţýđingar á kínverskum ljóđum frá 8. öld, eftir höfuđskáld Kína, ţá Lí Po, Tú Fú, Vang Vei og Meng Hao-jan. Ţá eru í bókinni ţýdd japönsk ástarljóđ í tönkuformi, flest forn, en einnig frá síđustu öld.
Japönsku skáldin, sem ţarna má sjá verk eftir eru: Kakinomoto No Hitomaro, Ono No Komachi, Izumi Shikibu, Akazome Emon, Yosano Akiki og Yamakawa Tomiki. Öll eru japönsku skáldin konur, utan Kakinomoto No Hitomaro. |
|
Ágúst 2002 - ný ljóđabók eftir Pjetur
Hafstein Lárusson
|
Út er komin ljóđabókin Hćkur frá sléttunni
eftir Pjetur
Hafstein Lárusson. Í ţessari bók er ađ finna ţćr hćkur sem birtast hér á
vefsíđunni undir sama titli auk u.ţ.b. 20 til viđbótar, sem eins og
hinar fjalla um Hveragerđi og nágrenni. Hans
Christiansen gerđi kápumynd. Bókaútgáfan Hólakot
gefur bókina út. Bókin fćst hjá höfundi og kostar 1.000 kr.
Panta
má hana í síma 483-5115 og 895-6882 eđa međ ţví ađ senda
tölvupóst á phl@simnet.is. |
|
NÓVEMBER 2002 - ný
SAMTALSBÓK eftir Pjetur
Hafstein LárussON
Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg
|
Í nóvember 2002 kom út
samtalsbókin Frá liđnum tímum og líđandi eftir Pjetur
Hafstein Lárusson. Í bókinni rćđir hann viđ fjóra
valinkunna sómamenn, ţá Davíđ Davíđsson prófessor,
Jóhann Pétursson, rithöfund, fyrrum vitavörđ á Hornbjargi og
bóksala, Jón frá Pálmholti, skáld og fyrrum formann
Leigjendasamtakanna og Vilhjálm Eyjólfsson, bónda og fyrrum
hreppstjóra á Hnausum í Međallandi. Allir hafa ţessir
kappar frá ýmsu ađ segja, enda einarđir menn og ekkert gefnir
fyrir ţađ nútímapjatt, ađ skafa utan af hlutunum.
|
|
Áleiđis nótt eftir Pjetur Hafstein Lárusson
|
Áriđ
1998 kom út ljóđabókin „Áleiđis nótt" eftir Pjetur Hafstein
Lárusson. Valdimar Tómasson gaf bókina út, en hönnun annađist Haraldur
Guđbergsson. Bókin var prentuđ í Prenthúsinu ehf. Reykjavík. Í bókinni eru 24
ljóđ og birtast hér nokkur ţeirra.
Smelliđ hér til ađ
sjá nokkur ţeirra ljóđa sem í bókinni eru. |
|
|