Ljóðheimar og sagna
vefsíða Pjeturs Hafsteins Lárussonar
ÁSTARLJÓÐ
FRÁ
JAPAN
Þýðandi: Pjetur Hafstein Lárusson
HLEYPT ÚR HLAÐI.
Ástarljóð þau, sem hér birtast í íslenskri þýðingu, falla undir það form japanskrar ljóðlistar, sem kallast tönkur. Hver tanka samanstendur af fimm ljóðlínum og eru fimm atkvæði í fyrstu og þriðju línu, en sjö í hinum. Elstu handritin, sem varðveita tönkur eru frá árinu 712, en talið er, að upphafs þessa ljóðforms sé að leita aftur til 7. aldar.
Fáein orð um skáldin
Kakinomoto no Hitomaro Kakinomota no Hitimaro telst til öndvegisskálda Japana og raunar fremstur þar í flokki, að áliti margra. Áhrifa hans gætir víða í japönskum ljóðaskáldskap. Ekki finnast heimildir um fæðingarár hans, en hann er talinn hafa gengið á fund feðra sinna árið 739. Hann mun líklega hafa verið í þjónustu Mommu keisara, sem ríkti á árunum 697 til 707. Ýmsir telja, að hann hafi sest í helgan stein í Iwami, sem sennilega er fæðingarstaður hans. Ono on Komachi Ono no Komachi þótti svo fögur framan af ævi, að í minnum var haft. Hins vegar segir sagan, að á skapadægri sínu, hafi hún verið gömul og ljót betlikerling. Hvað sem um það má segja, verður því ekki neitað, að þessi aðalskona telst til fremstu skálda Japans fyrr og síðar. Erótísk ljóð hennar þykja með því besta, sem ort hefur verið þeirrar náttúru í heimi hér. Akazome Emon Eins og títt var um japanskar skáldkonur fyrri alda, fyllti Akazome Emon flokk hefðarkvenna. Bæði faðir hennar, Taira no Kanemori, sem raunar var skáld, og eiginmaður hennar fengust við stjórnsýslu. Emon þykir standa framalega í flokki japanskra skálda. Izumi Shikibu Izumi Shikibu fæddist árið 974 og lést árið 1034, sumir segja reyndar að andlát hennar hafi borið að höndum árinu fyrr. Hún var dóttir héraðsstjóra að nafni Oe no Masamune. Snemma á unglingsaldri var hún kölluð til keisarahirðarinnar. Þegar hún var um tvítugt, var hún gefin aðalsmanni nokkrum Tachibana no Michisada lávarði af Izumi. Þess má geta, að þá þegar hafði Shikibu getið sér orð fyrir skáldskap, bæði í bundnu máli og lausu. Ekki entist hjónabandið lengi, þar eð maður Shikibu lést ungur. Eftir það varð hún hjákona sonar keisarans og hét sá Tametaka. Sá varð og fljótlega dauðanum að bráð. Samskiptum skáldkonunnar við keisarahirðina var þó ekki þar með lokið, því nú tók hún upp ástarsamband við bróður hins látna prins, Atsumichi prins. Eftir þessi blómlegu samskipti við keisarafjölskylduna, giftist Shikibu öðru sinni. Seinni maður hennar hét Fujiwara no Yasumasa og var lávarður af Tango. Skömmu eftir aldamótin 1000 hverfur Shikibu loks frá hirðinni og mun eftir það hafa haldið sig fjarri heimsins glaumi. Yosano Akiko Akiko var kaupmannsdóttir frá borginni Sakai, sem nú er hluti Osakaborgar. Eftir að hafa útskrifast frá kvennaskóla, hélt hún til Tókíó, þar sem hún stundaði nám í skáldskapar- fræðum. Kennari hennar var Yosano Hiroshi, misheppnað skáld, sem gerði sér óþarflega háar hugmyndir um eigin andagift, eins og gengur og gerist með þá, sem telja sig þess umkomna, að kenna öðrum, að skrifa bókmenntir. Hvað um það; þessum manni giftist Yosano Akiko. Ekki gekk það ektastand alveg samkvæmt viðteknum venjum, því bæði lögðu þau hjón ofurást á skáldkonuna Ymamkawa Tomiko. Er ekki ósennilegt, að þau lesbísku ástarljóð Akiko sem hér birtast, séu tileinkuð henni. Eftir að Tomiko lést árið 1909, stofnuðu þau hjón til félagsskapar um nýungar í skáldskap, enda var Hiroshi mikill aðdáandi frönsku simbólistanna, þótt ekki þætti hann hagur á þau efni, sem sækja mátti í þeirra smiðju. Hvað viðkemur Akiko, þá skrifaði hún ekki einungis ljóð, heldur einnig sögur, bæði fyrir börn og ullorðna, Esseya" og ævintýri. En þekktust er hún þó af ljóðagerð sinni, enda telja ýmsir hana eina meistara tönkunnar á síðari tímum. Yamakawa Tomiko Um Tomiko hef ég fátt að segja. hún lést úr tæringu árið 1909. Frá ástarsambandi hennar við Akiko og eiginmann hennar hefur lítillega verið sagt hér að ofan, en það mun hafa hafist, eftir að Tomiko varð ekkja. Ljóð það, sem hér birtist eftir hana er nær örugglega ort til Akiko.
|
Kakinomoto no Hitomaro Í bambusnum hvín Sem ég las henni, Rógburður sprettur Á haustin fellur Að morgni mun ég Meðan hjarta þitt Litskrúðugt laufið Einn sit ég heima Þar beið ég ástar Þegar ég kvaddi Ástin mín bíður
Þó bregði ei lit Þú kemur ekki Hann kom á minn fund Hvíldarlaust geng ég Er honum hulið
Nær hefði verið Síst skyldi bíða
Izumi Shikibu Rósir ég tíndi Haustregn og snjórinn Hulinn er stígur Mun öllu lokið Í þrá ég hlusta Ligg í rekkjunni, Aðeins í draumi Hví hef ég ekki
Um nóttina féll Eitt sinn, hátt yfir Bylgjandi hárið Í hörpu minni Svartur hárflóki Hann freistaði mín Tölum ei um ferð Kvöldið þegar þú Haustkvöldið líður Henni gef ég mig Á liðnu hausti Í tálsýn minni Þrýstu brjóstin mín, Ljúfsár birtist hann Loks lít ég um öxl
Yamakawa Tomika Skarlatsrauð blómin
|