Ljóðheimar og sagna
vefsíða Pjeturs Hafsteins Lárussonar


Aftur á forsíðu

 

Bækur eftir Pjetur Hafstein Lárusson:

Leit að línum (ljóð) 1972
Faðir vor kallar kútinn (ljóð) 1974

Babushka (ljóð) 1975
Túkall á rönd (ljóð) 1976
Á djúpmiðum (ljóð), útgefandi Lystræninginn 1977
Undir vængjum svartra daga (ljóð), útgefendur nokkrir vinir og kunningjar skáldsins 1978
Mannlíf milli húsa (ljóð) 1980
Fjallakúnstner segir frá (Samtalsbók við Stefán frá Möðrudal), útgefandi Örn og Örlygur 1980
Í hringnum (ljóð), útgefandi Fjölvi 1981
Í djúpi daganna (ljóð), útgefandi Fjölvi 1983
Daggardans og darraðar (ljóð), útgefandi Almenna bókafélagið 1987
Bláknöttur dansar (ljóð), útgefandi Iðunn 1989
Því nóttin kemur (Þýðingar á ljóðum eftir Gunnar Ekelöf), útgefandi Hringskuggar 1990
Innhöf (ljóð), útgefandi Fjölvi 1991
Tíu tungl á lofti (Ljóðaþýðingar úr sænsku), útgefandi Fjölvi 1992
Áleiðis nótt (ljóð), útgefandi Valdimar Tómasson 1998
Hækur frá sléttunni (ljóð), útgefandi Bókaútgáfan Hólakot 2002
Frá liðnum tímum og líðandi (Samtalsbók við Davíð Davíðsson, Jóhann Pétursson, Jón frá Pálmholti og Vilhjálm Eyjólfsson á Hnausum), útgefandi Bókaútgáfan Skjaldborg 2002
Austan mána (Þýðingar á kínverskum og japönskum ljóðum), útgefandi Bókaútgáfan Salka 2003
Hveragerðisskáldin 1933-1974 (yfirlitsbók með skáldskap gömlu Hveragerðisskáldanna), útgefandi Hveragerðisbær 2004
Nóttin og alveran (smásagnasafn), útgefandi Bókaútgáfan Salka 2004

Árið 1996 kom út hjá Fjölva georgíska helgisögnin Píslarvætti hinnar heilögu Sjúsjanikar drottningar, sem grófþýdd var af Grigol Matsjavariani en Pjetur Hafstein Lárusson „fínpússaði" þýðinguna.

Smásögur eftir Pjetur hafa birst m.a. í Lesbók Morgunblaðsins og verið fluttar í Ríkisútvarpinu og Útvarpi Suðurlands.  Auk þess hefur hann sent frá sér fjölda blaðagreina og viðtala, en þau hafa aðalega komið á prent í Morgunblaðinu.

Eins og sjá má á heimasíðunni, hafa nokkur verk Pjeturs verið þýdd á sænsku, ensku og spænsku.