Ljóðheimar og sagna
vefsíða Pjeturs Hafsteins Lárussonar
ÞÝÐINGAR Á SÆNSKUM LJÓÐUMNokkrar þýðingar úr bókinni "Því nóttin kemur", en hún kom út á vegum Bókmenntafélagsins Hringskugga árið 1990 og hefur að geyma þýðingar Pjeturs Hafsteins Lárussonar á nokkrum ljóða sænska skáldsins Gunnars Ekelöf. Norræni þýðingasjóðurinn styrkti útgáfuna. Örfá orð um Ekelöf. Gunnar Ekelöf fæddist árið 1907. Ekki var hann fyrstur norrænna skálda til að yrkja með s.k. módernískum hætti, því nokkrir Finnlands-Svíar höfðu rutt brautina. En hann mun hafa verið brautryðjandi þessarar bókmenntastefnu í ljóðagerð Svía. Ævi Gunnars Ekelöf verður ekki rakin hér. Í því sambandi má vísa til formála bókarinnar "Því nóttin kemur", og þó enn frekar til ævisögu hans, eftir Carl Olov Sommar, en hún kom út hjá Bonniers-forlaginu árið 1989 og er mikill doðrantur, upp á einar 632 blaðsíður. Nokkur íslensk skáld hafa þýtt ljóð eftir Ekelöf, þ.á.m. Einar Bragi og Jóhann Hjálmarsson. Gunnar Ekelöf lést árið 1968. NAFNLAUST LJÓÐ blómin sofa í glugganum og lampinn starir ljósi blómin halla sér að nóttinni og lampinn spinnur ljós hvítdúkað borðið bíður einhvers lest sem borar sundur þögnina í fjarska SPYRÐU? Viljirðu vita hvar mig er að finna ÞVÍ NÓTTIN KEMUR Því nóttin kemur Þú sérð rökkrið leggjast hratt yfir Innan þeirra hefur fólkið borðað sitt spaghettí Því nóttin kemur (Tilefni þessa ljóðs mun vera það, að þegar Ekelöf var eitt sinn staddur á Ítalíu, féll aurskriða á smábæ einn, ekki fjarri þeim stað, þar sem hann dvaldi. Manntjón varð og m.a. fórust þar brúðhjón. Þetta varð skáldinu að yrkisefni). AÐ GETA HEYRT HVER ER Að geta heyrt hver er hver í þessu lífi Ekki hlutverk gagnrýnandans Víst er erfitt að vera frábrugðinn Ljóðaþýðingar úr sænsku, teknar úr bókinni "Tíu tungl á lofti", sem kom út hjá Fjölva árið 1992. Fimm fyrstu skáldin, sem hér eiga ljóð eru Svíar, hin fimm síðari eru útlendingar, sem sest hafa að í Svíþjóð og ort á tungu þarlendra. HARRY MARTINSSON Fæddur í Blekinge árið 1904, lést í Stokkhólmi 1978. Harry Martinsson missti föður sinn tíu ára að aldri og ólst eftir það upp sem niðursetningur, þar til hann straun til sjós árið 1919. Hélt hann sig þar næstu sjö árin og mun m.a. hafa komið til Reykjavíkur á þeim ferðum sínum. Fróðir menn segja, að rekja megi upphaf skáldaferils hans til sjómennskunnar. Í JÚNÍ Síðustu stjörnur vorsins gægjast fram með daufu skini. ARTUR LUNDKVIST Hann fæddist árið 1906 og lést árið 1991. Ljóðskáld og þýðandi, aðalega suður-amerískra ljóða. KONUAUGU Augu þín eru svört Augu þín eru svört 0L0F LAGERCRANTZ LAGERCRANTZ FÆDDIST Í Stokkhólmi árið 1911. Á árunum 1951 til 1960 var hann menningarritstjóri Dagens Nyheter og næstu fimmtán árin þar á eftir aðalritstjóri sama blaðs. Hann er einn afkastamesti þjóðfélagsrýnir Svía á þessari öld. Meðan heilsan entist, var Lagercrantz nokkur tíður gestur á Íslandi. Ljóð það sem hér birtist fjallar um örlög systur skáldsins, en hún svipti sig lífi. AGNES CHARLOTTA Enginn hirðir um gröf mína TOMAS TRANSTRÖMER Hann er fæddur í Stokkhólmi árið 1931, sálfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað við þá grein, auk skáldskapariðkana. SVART PÓSTKORT I II LUKAS MOODYSSON Moodyson er fæddur árið 1969. Hann þótti þegar við útgáfu fyrstu bókar sinnar I hópi efnilegri skálda Svía. Undanfarið hefur hann fengist við kvikmyndagerð. GUÐ ÁVARPAR ÞIG Það finnst þegar í mér Líkami minn fannst Jörðin er í mér, dauðinn Ég er --- Afi minn bar þrumu í Innra óp hans sem þögn. Og hann fellur í gólfið MARIA WINE Maria Wine er dönsk, fædd árið 1912. Hún giftist sænska skáldinu Artur Lundkvist og bjuggu þau í Svíþjóð. Maria yrkir á sænsku og þykir standa framarlega í hópi þeirra skálda sem það gera. FRIÐUR Ég sef andvaka svefni Ég bíð svars Mig svíður Ég sauma okkur inniskó úr mosa Ég sigli á syfjuðu fljóti HALLDÓRA BRIEM Halldóra fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði árið 1913. Hún fluttist til Svíþjóðar árið 1936 og lagði þar stund á nám og störf í húsagerðarlist. Halldóra lést í Stokkhólmi árið 1993. UPPGÖTVUÐ Í sjónhending sá ég sjálfa mig á göngu -- undrun Heldur var ég CORNELIS VREESWIJK Hann fæddist í Hollandi árið 1937, en fluttist með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar á unglingsaldri og bjó þar æ síðan. Hann var aðalega þekktur sem trúbador og féllu ljóð hans því í skugga söngsins, honum til mikillar mæðu. Hann lést árið 1987. Ljóðið sem hér birtist er úr síðusta ljóðasafni skáldsins, "Till Fatumeh", en það kom út örskömmu fyrir fyrirsjáanlegan dauða þess. TIL DEYJANDI SÖNGVARA Dauðann ber hver í srjósti sér Eigandinn hefur, þann dag Þá mun einskis krafist GABRIELA MELINESCU Gabriela Melinesco er rúmensk skáldkona, fædd í Búkarest árið 1942, en hefur búið í Svíþjóð í all nokkur ár. AUGUN SEM GRÉTU Eftir götunni gekk kona. Ég sá hana oft Það er alvanalegt að ganga Í djúpu augnaráði hennar Li Li Li Li er Kínverji, fæddur í Shanghai árið 1961. Hann lagði lengi stund á sænskunám við háskólann í Peking, en fluttist til Svíþjóðar fyrir all mörgum árum. Þar er hann nú í útlegð, enda kínverskum stjórnvöldum lítt um skáldskap hans gefið. Ljóð það, sem hér birtist er ort eftir fjöldamorg kommúnista á stúdentum og ungu verkafólki á Torgi hins himneska friðar, 4. júní 1989. TIL VINAR SEM DÓ 4. JÚNÍ Ég hefði átt að fá Nótt Ég kveiki í sígarettu. Gömlu ljóðin þín Vísarnir skríða yfir 12 Líkt og þeir kristnu
|